Castro kynnir ævisögu sína

Fidel Castro, fyrrverandi forseti Kúpu. Úr safni.
Fidel Castro, fyrrverandi forseti Kúpu. Úr safni. AP

Fidel Castro kom fram um helgina til að kynna nýja tveggja binda ævisögu sína.

Granma, blað Kommúnistaflokksins á Kúbu, sagði fund Castros, þar sem hann kynnti bókina í ráðstefnuhúsi á Havana, hafa staðið yfir í meira en sex klukkustundir.

Myndir í ríkissjónvarpinu í dag sýndu hinn brosandi Castro tala við áhorfendur, en ekki var varpað fram hljóði frá fundinum.

Samkvæmt Granma kallast bókin „Skæruliði tímans“ (Guerilla of Time). Hún mun spanna um 1.000 blaðsíður og fjalla um barnæsku leiðtogans fram yfir byltinguna miklu í Kúbu árið 1958.

Castro lét af störfum árið 2008 eftir illskæð veikindi og kemur sjaldan opinberlega fram þessa dagana. Hann mætti þó á landsþing Kommúnistaflokksins á Kúbu í apríl sl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert