Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að vestrænar þjóðir verði að berjast saman gegn einræði, styrkja lýðræði og taka saman höndum gegn fjármálakreppunni.
Clinton sagði í dag á alþjóðlegri öryggisráðstefnu í Munchen í Þýskalandi að Evrópa og Bandaríkin yrði að stilla saman strengi og senda sameiginleg skilaboð til stjórnvalda í Sýrlandi og víðar um að þau verði að „hætta að berjast gegn framtíðinni með byssum.“
Alda ofbeldis gengur nú yfir Sýrland.