Fannst látinn í líkamsrækt

Frá London, höfuðborg Bretlands.
Frá London, höfuðborg Bretlands. Reuters

Breskur athafnamaður og milljónamæringur, Nigel Doughty að nafni, fannst látinn í líkamsræktarsal á heimili sínu í dag í bænum Skillington í austurhluta Englands. Talið er að hann hafi látist af eðlilegum orsökum að sögn lögreglu samkvæmt fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph.

Doughty, sem var 54 ára að aldri, var sterkefnaður samkvæmt fréttinni og var meðal annars einn helsti styrktaraðili breska Verkamannaflokksins og aðstoðar gjaldkeri flokksins. Talið er að eignir hans séu 130 milljóna punda virði en hann gaf Verkamannaflokknum tvær milljónir punda í aðdraganda þingkosninganna í Bretlandi vorið 2010.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert