Herinn kvaddur til vegna snjós

00:00
00:00

Ekk­ert út­lit er fyr­ir að veður batni á Ítal­íu en sjö hafa dáið vegna frost­hörku og snjóþyngsla í land­inu síðustu daga. Her­inn var kallaður út til að aðstoða við að hreinsa snjó af göt­um Róm­ar­borg­ar. Ekki hef­ur fallið meiri snjór í borg­inni í 27 ár. Um 60 sentí­metra þykk­ur snjór lá yfir borg­inni í dag, laug­ar­dag.

Ferðamannastaðir eru marg­ir lokaðir, til dæm­is hef­ur ekki verið hægt að heim­sækja hið sögu­fræga Co­losse­um í tvo daga. Sum­ir hafa nýtt sér snjó­inn og farið á göngu­skíðum um borg­ina.

Þá þurftu björg­un­ar­sveit­ir að koma fólki sem sat fast í bíl­um og lest­um til aðstoðar. Vegna ófærðar hafa all­ar al­menn­ings­sam­göng­ur farið úr skorðum og dæmi eru um að fólk hafi þurft að bíða í lest­um í hálf­an sól­ar­hring. ´

Lang­ar raðir bíla sitja fast­ar á veg­um til og frá borg­inni og hef­ur fólk þurft að bíða í bíl­um sín­um í fleiri klukku­tíma eft­ir að verða mokað út.

Þá varð raf­magns­laust í Flórens í dag og mikið frost. í Fen­eyj­um voru sík­in ísi­lögð.

Spáð er meiri snjó­komu á morg­un, sunnu­dag, og enn meira frosti.

Colosseum hefur verið lokað í tvo daga. Ófært er víðast …
Co­losse­um hef­ur verið lokað í tvo daga. Ófært er víðast í Róm. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert