Innflytjendur beri sérstök skírteini

Grete Faremo, dómsmálaráðherra Noregs.
Grete Faremo, dómsmálaráðherra Noregs.

Norsk stjórn­völd hafa lýst því yfir að þau vilji að inn­flytj­end­um til Nor­egs frá ríkj­um utan Evr­ópu verði gert að bera á sér sér­stök bú­setu­skír­teini sem í verði tölvukubb­ur með fingrafari þeirra. Til­laga þessa efn­is var sett fram af norska dóms­málaráðuneyt­inu í gær föstu­dag en til­gang­ur­inn er að stemma stigu við fjölda ólög­legra inn­flytj­enda í Nor­egi.

„Fyr­ir­komu­lagið með bú­setu­skír­tein­un­um mun gera skrán­ingu bú­setu­leyfa áreiðan­legri og þannig leggja sitt af mörk­um við að stemma stigu við veru ólög­legra inn­flytj­enda í land­inu,“ sagði Grete Faremo dóms­málaráðherra í yf­ir­lýs­ingu.

Fram kem­ur á frétta­vefn­um Thelocal.no að til þess­ara aðgerða sé gripið vegna þrýst­ings frá Evr­ópu­sam­band­inu. Að sögn Faremo munu bú­setu­skír­tein­in koma sér vel fyr­ir þá inn­flytj­end­ur sem séu með lög­leg­um hætti í Nor­egi þar sem þeir geti með skír­tein­un­um sýnt til að mynda mögu­leg­um vinnu­veit­end­um fram á að þeir séu í land­inu lög­lega.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert