Kennara boðið starf sem strippari

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. Reuters

53 ára fyrrverandi kennslukona í Frakklandi fékk á dögunum sendan tölvupóst frá atvinnumiðlun á vegum franska ríkisins þar sem lagt var til að hún tæki að sér starf strippara á skemmtistað í næsta nágrenni.

Konunni, Danièle Casadamont, var mjög misboðið vegna þessarar tillögu en hún býr í bænum Poussan í suðvesturhluta Frakklands. „Ef atvinnumiðlun franska ríkisins er farin að leggja til að við komum fram nakin, hvar endar þetta?“ sagði hún í samtali við frönsku útvarpsstöðina RTL.

Atvinnumiðlunin hefur neitað að biðjast afsökunar. Konan hafi óskað eftir því að fá send atvinnutilboð í sínu nágrenni og það væri það sem hún hefði fengið. Fyrirkomulagið væri sjálfvirkt og tölva sæi um að senda út atvinnutilboðin.

Fréttavefurinn Thelocal.fr segir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert