Vændiskaupandi gleypti gervitennur og lét lífið

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Reuters

Rúmlega sjötugur taívanskur karlmaður lést þegar hann gleypti óvart gervitennur sínar á meðan hann stundaði kynlíf með vændiskonu.

Hinn 74 ára gamli ellilífeyrisþegi hrundi niður að loknum 30 mínútna löngum fundi sínum með vændiskonunni, sem sjálf er 62 ára gömul, og lést á leiðinni að spítala. Atvikið átti sér stað í Taípei, höfuðborg Taívan.

Vændi er ólöglegt í Taívan en þó hljóta einungis vændiskonurnar, en ekki kúnnar þeirra, refsingu fyrir brot gegn banninu. Refsingin fyrir vændi í Taívan er sekt sem getur numið allt að 600 sterlingspundum, en það janfgildir um 117 þúsund íslenskum krónum.

Nánar má lesa um málið á vef Daily Telegraph.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert