Bristol gefur út eigin gjaldmiðil

Dómkirkjan í Bristol á Englandi.
Dómkirkjan í Bristol á Englandi.

Hóp­ur kaup­manna í bresku borg­inni Bristol hef­ur ákveðið að gefa út eig­in gjald­miðil í sam­starfi við borg­ar­stjórn­ina og spari­sjóð sem þar hef­ur aðset­ur. Yfir eitt hundrað fyr­ir­tæki í borg­inni hafa þegar samþykkt að taka þátt í gjald­miðlin­um og taka við hon­um sem greiðslu fyr­ir vöru og þjón­ustu.

Gjald­miðill­inn hef­ur fengið nafnið „Bristol Pound“, sem mætti kalla bristolskt pund, að sögn frétta­vefjar breska rík­is­út­varps­ins BBC og verður eitt slíkt pund jafn­mik­ils virði og eitt breskt pund. Bæði verða gefn­ir út seðlar sem fólk get­ur notað og enn­frem­ur verður hægt að nota gjald­miðil­inn ra­f­rænt.

Hug­mynd­in með gjald­miðlin­um er sá að tryggja að um­rætt fjár­magn hald­ist inn­an borg­ar­inn­ar en fari ekki til breska rík­is­ins og verði þar með notað í verk­efni sem ekki gagn­ast íbú­um borg­ar­inn­ar.

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert