Fær ekki frið við báða aðila

Forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu og forseti Palestíníu, Mahmoud Abbas sjást …
Forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu og forseti Palestíníu, Mahmoud Abbas sjást hér saman í upphafi fundar með Hillary Clinton árið 2010. Þjóðirnar hafa átt í ófriði um langt skeið og virðist ekki úti um hann m.v. nýjustu fréttir. REUTERS

Forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, hefur varað við því að forseti Palestíníu, Mahmud Abbas, yfirgefi friðarsamkomulag þjóðanna, ef hann efnir það samkomulag sem hann gerði við Hamas-samtökin í dag.

Netanyahu gaf þessa viðvörun út stuttu eftir að Abbas og foringi Hamas, Khaled Meshaal, undirrituðu samkomulag í Qatar þess efnis að Abbas mundi koma fram sem yfirmaður bráðabirgðastjórnar landsins fram að þingkosningunum sem fara fram síðar á þessu ári.

„Ef Abu Mazen (Abbas) gengur að því sem hann skrifaði undir í Doha, hefur hann kosið að yfirgefa friðarsamkomulagið og ganga til liðs við Hamas,“ sagði Netanyahu í yfirlýsingu í dag.

Doha samkomulagið er gert til að leysa úr ágreiningi Fatah og Hamas sem hafa frá því í apríl ekki getað komið sér saman um bráðabirgðasamsteypustjórn fram að kosningum á þessu ári.

Ísraelstjórn hefur látið í ljós skýra andstöðu sína við samkomulagið og varað Abbas við því að hann geti ekki samið við hryðjuverkasamtökin Hamas, sem í dag stjórna Gaza-svæðinu, á sama tíma og hann stendur í samningaviðræðum við stjórnvöld í Ísrael.

„Ég hef mörgum sinnum áður sagt að palestínsk stjórnvöld verði að velja á milli þess að vinna með Hamas eða að vinna að friði við Ísrael. Hamas og friður ganga ekki upp saman,“ sagði forsætisráðherra Ísraels í dag.

„Ég segi við Abu Mezen (Abbas): Þú getur ekki haldið í báða enda spýtunnar. Það er annaðhvort friður við Hamas eða friður við Ísrael. Þú færð ekki hvort tveggja,“ bætti forsætisráðherrann við í yfirlýsingu sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka