Svo kann að fara að leiðtoga frönsku Þjóðfylkingarinnar (National Front), Marine le Pen, takist ekki að safna nauðsynlegum fjölda undirskrifta til þess að geta tekið þátt í forsetakosningunum í Frakklandi sem fram fara síðar á þessu ári.
Til að geta farið í framboð til forseta Frakklands þarf að safna að lágmarki undirskriftum 500 borgarstjóra franskra borga. Le Pen hefur hins vegar upplýst að hún hafi enn sem komið er aðeins náð að fá 320 borgarstjóra til þess að lýsa yfir stuðningi við framboð sitt.
Þetta kemur fram á fréttavefnum Euobserver.com í dag.