Grikkir girða Tyrki úti

Frá Aþenu í Grikklandi.
Frá Aþenu í Grikklandi. Reuters

Grísk stjórnvöld hófu í dag að reisa tíu kílómetra langa girðingu á landamærum landsins gagnvart Tyrklandi í þeim tilgangi að hindra að þúsundir ólöglegra innflytjenda komist til landsins.

„Þetta er verkefni sem mun bæði koma að gagni og hafa táknrænt gildi,“ hefur fréttavefurinn Euobserver.com eftir Christos Papoutsis, ráðherra borgaralegra öryggismála í grísku ríkisstjórninni.

Gert er ráð fyrir að girðingin muni kosta 5,5 milljónir evra eða sem nemur um 900 milljónum íslenskra króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka