Ver stuðning sinn við Sarkozy

Angela Merkel og Nicolas Sarkozy saman á blaðamannafundi í París …
Angela Merkel og Nicolas Sarkozy saman á blaðamannafundi í París í dag Reuters

Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, segir það eðlilegt að hún hafi formlega lýst yfir stuðningi við Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, í komandi forsetakosningum í Frakklandi.

Merkel segist styðja Sarkozy á öllum sviðum enda séu þau liðsmenn stjórnmálaflokka sem starfi saman. „Það er eðlilegt að við styðjum stjórnmálaflokka sem eru vinir okkar,“ sagði Merkel í París í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka