Um 2.000 byssum var í dag stungið í bræðsluofna á Jamaíku og þær eyðilagðar. Stjórnvöld reyna nú að takmarka byssueign í landinu og koma böndum á glæpi.
Flest skotvopnin sem voru eyðilögð höfðu verið gerð upptæk í lögregluaðgerðum. Öryggisráðherra landsins segir bræðslu byssanna skref í þá átt að fækka glæpum.