Bandarísk stjórnvöld segjast ekki ætla að útvega stjórnarandstöðuhópum í Sýrlandi vopn en sá möguleiki hefur verið nefndur í þeim tilgangi að koma böndum á átökin í landinu.
Talsmenn Hvíta hússins taka þó fram að engir möguleikar verði með öllu útilokaðir í baráttunni gegn ofbeldinu í Sýrlandi.
„Við erum ekki að íhuga þetta skref núna,“ sagði Jay Carney, talsmaður Hvíta hússins við blaðamenn í dag, spurð hvort til greina kæmi að færa andstöðuhópum vopn.
Nú væri fyrst og fremst verið að skoða hvernig hægt væri að koma neyðarhjálp til óbreyttra borgara.
Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði: „Svarið felst ekki í því að koma fleiri vopnum til Sýrlands.“
Fyrr í dag hafði John McCain, þingmaður Repúblikanaflokksins, sagt að tímabært væri að huga að því að vopna stjórnarandstöðuna í Sýrlandi. „Stöðva verður blóðsúthellingarnar.“