Argentína leitar til SÞ vegna Breta

Cristina Fernandez de Kirchner forseti Argentínu.
Cristina Fernandez de Kirchner forseti Argentínu. Reuters

Stjórn­völd í Arg­entínu hyggj­ast kvarta form­lega við Sam­einuðu þjóðarn­ar vegna þess sem þau kalla her­væðingu Breta við Falk­lands­eyj­ar. Þetta staðfesti Crist­ina Kirchner, for­seti lands­ins, í gær, þriðju­dag. Kvart­an­ir verða send­ar ör­ygg­is­ráði og alls­herj­arþingi SÞ.

Kirchner sagði heræf­ing­ar Breta við eyj­arn­ar að und­an­förnu ógna alþjóðlegu ör­yggi. Spenna hef­ur verið í sam­skipt­um ríkj­anna síðan til­kynnt var um för Vil­hjálms Bretaprins, sem nú er stadd­ur við eyj­arn­ar, og ekki hjálpaði að fyrr til­kynntu Bret­ar að þeir hygðust senda her­skip af full­komn­ustu gerð í jóm­frú­ferð sína til eyj­anna.

Meðal þess sem kom illa við Arg­entínu­menn er að Vil­hjálm­ur er við eyj­arn­ar sem al­menn­ur hermaður, og því klædd­ur sem slík­ur.

Hundruð íbúa Falk­lands­eyja mót­mæltu á meðan Kirchner hélt ræðu sína. Fólk veifaði arg­entínska fán­an­um og hrópaði slag­orð. Öll voru þau á þá leið að Falk­lands­eyj­ar ættu að til­heyra Arg­entínu.

Ágrein­ing­ur um full­veldi eyj­anna hef­ur auk­ist á síðustu miss­er­um en brátt verða 30 ár liðin frá því að Falk­lands­eyja­stríðið á milli Bret­lands og Arg­entínu hófst. Eyj­arn­ar hafa til­heyrt Bret­um frá ár­inu 1833, þótt Arg­entína geri til­kall til þeirra.

Breskir hermenn á Falklandseyjum árið 1982.
Bresk­ir her­menn á Falk­lands­eyj­um árið 1982. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert