Bensínið aldrei dýrara í Danmörku

Það er víðar en á Íslandi dýrt að fyll'ann.
Það er víðar en á Íslandi dýrt að fyll'ann. mbl.is/Frikki

Það hefur aldrei verið jafn dýrt að fylla bensíntankinn í Danmörku og í dag er verðið á lítrann fór í 12,99 danskar krónur eða 284,16 íslenskar krónur. Í Noregi fór verðið í 14,83 krónur, eða rúmar 315 íslenskar krónur. Verðið á bensíni hefur aldrei verið jafnhátt í Noregi.

Skýringarnar eru sagðar felast í hækkunum á heimsmarkaðsverði, vegna kuldanna í Evrópu og óvissu í samskiptum Bandaríkjanna og Írans.

Þá segir í frétt danska blaðsins Berlinske að kuldinn hafi orðið til að hækka verð á dísilolíu upp úr öllu valdi.

Í frétt norska blaðsins Aftenposten segir að hækkunin hafi ekki áhrif á akstur Norðmanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert