Grikkir vongóðir um björgun

Verðbréfahöllin í Aþenu.
Verðbréfahöllin í Aþenu. Reuters

Fjár­málaráðherra Grikk­lands held­ur til Brus­sel í dag til fund­ar við koll­ega sína á evru­svæðinu. Hann seg­ist vongóður um að „já­kvæð ákvörðun“ verði tek­in um björg­un­ar­pakka. Rík­is­stjórn Grikk­lands tókst ekki að ná sam­komu­lagi um aðgerðir á rík­is­fjár­mál­um þrátt fyr­ir fund­höld fram á nótt.

Lucas Papa­demos for­sæt­is­ráðherra Grikk­lands tókst ekki að tryggja stuðning sam­steypu­stjórn­ar sinn­ar um niður­skurð til að tryggja nýja björg­un­ar­áætl­un, þrátt fyr­ir sjö klukku­stunda lang­an fundi í gær­kvöldi. Viðræðurn­ar strönduðu fyrst og fremst á ósætti um niður­skurð líf­eyr­is­greiðslna. Gríðarleg­ur þrýst­ing­ur mun hafa verið á gríska ráðherraliðið fyr­ir fund­inn að hafna aðgerðunum, að sögn BBC.

Fjár­málaráðherr­ann Evang­e­los Ven­ize­los hélt þó í von­ina áður en hann lagði af stað til höfuðstöðva Evr­ópu­sam­bands­ins„Ég held nú til Brus­sel í þeirri von að evru­hóp­ur­inn taki já­kvæða ákvörðun um nýja björg­un­ar­áætl­un,“ sagði Ven­ize­los sem fund­ar með öðrum fjár­málaráðherr­um evru­svæðis­ins síðar í dag.

Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn og Evr­ópu­sam­bandið hef­ur sett Grikkj­um skil­yrði sem þeir þurfi að full­yrða til að leysa út 130 millj­arða evru lánapakka til að rétta fjár­hag lands­ins af. Áætlað var að greiða lánið út í mars en fyrst þarf rík­is­stjórn­in að ná fram 600 millj­óna evru sparnaði. Þær kröf­ur hafa leitt til áfram­hald­andi mót­mæla al­menn­ings í land­inu.

Horft er til líf­eyr­is­greiðslna í því sam­bandi, en einnig eru ráðgerðar 20% launa­lækk­an­ir og upp­sagn­ir um 15.000 op­in­berra stars­fmanna. Fregn­ir herma að full­trú­ar hinna sam­steypu­flokk­anna hafi fyrst fengið til­lög­urn­ar í hend­ur á miðviku­dags­morgni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka