Leyfa fyrsta kjarnorkuverið frá árinu 1978

Kjarnorkuslysið í Japan í fyrra gefur tilefni til að fara …
Kjarnorkuslysið í Japan í fyrra gefur tilefni til að fara varlega í ný ver í Bandaríkjunum. Reuters

Bandarísk stjórnvöld hafa í dag lagt blessun sína yfir byggingu nýs  kjarnorkuvers, þess fyrsta í landinu frá árinu 1978. Formaður kjarnorkuráðsins var á móti því að veita leyfið.

Kjarnorkuráðið, sem hefur með slík leyfi að gera, gaf í dag grænt ljós á byggingu tveggja nýrra kjarnaofna í veri Southern Co fyrirtækisins í Georgíu.

Southern Co mun nota tvo Westinghouse-Toshiba A1000 kjarnaofna. Langan tíma hefur tekið að fá leyfið því vel þurfti að fara yfir allar öryggiskröfur, s.s. hvað varðar hryðjuverkaógn og mögulegan leka úr verinu. Eftir árásirnar á tvíburaturnana árið 2011 var fyrirtækinu einnig gert að hanna kjarnaofnana þannig að þeir myndu þola að flugvél flygi á þá.

Formaður kjarnorkuráðsins, Gregeory Jaczko, var á móti því að gefa leyfið. Hann segir að kjarnorkuslysið í Fukushima í Japan á síðasta ári gefi tilefni til þess að stíga mjög varlega til jarðar í þessum efnum.

„Ég get ekki stutt útgáfu leyfisins, rétt eins og slysið í Fukushima hafi aldrei átt sér stað. Að mínu mati erum við að gera það með þessu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka