Verkalýðsfélög boða verkföll

Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra Grikklands, kemur til fundar við lánadrottna í …
Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra Grikklands, kemur til fundar við lánadrottna í dag. REUTERS

For­ystu­menn Grikk­lands náðu á síðustu mín­útu sam­komu­lagi um rík­is­fjár­mál­in í dag sem auðveld­ar fjár­málaráðherr­um evru­ríkj­anna að klára að ná niður­stöðu í björg­un­ar­pakk­an­um svo­kallaða, en ráðherr­arn­ir funda í Brus­sel í dag. Verka­lýðsfé­lög í Grikklandi mót­mæla þó og hafa boðað alls­herj­ar­verk­föll.

Eins og greint var frá áðan í frétt á mbl.is er um 130 millj­arða björg­un­ar­pakka að ræða sem er ætlað að koma jafn­vægi á inn­an evru­ríkj­anna og binda enda á þá kreppu sem þau hafa þurft að glíma við.

Þá er einnig á loka­stigi sam­komu­lag við banka­stofn­an­ir um niður­færslu á skuld­um Grikkja, eft­ir því sem frétta­stof­an AFP hef­ur eft­ir emb­ætt­is­manni hjá Evr­ópu­sam­band­inu.

Sam­steypu­stjórn­in í Grikklandi hef­ur átt í mikl­um erfiðleik­um með að ná sam­stöðu um niður­skurðinn, en hann fel­ur í sér m.a. 650 milj­ón evra niður­skurð á eft­ir­launa­sjóðum. Náði rík­is­stjórn­in ekki sam­stöðu fyrr en á síðustu stundu eft­ir langa fundi til að leita leiða að því að brúa bilið í rík­is­fjár­mál­un­um.

Á meðan bár­ust skila­boð frá Brus­sel um að það yrði að nást að brúa bilið með ein­um eða öðrum hætti.

Mario Drag­hi, yf­ir­maður í Evr­ópska seðlabank­an­um, sagði blaðamönn­um í Frankfurt að hann hefði fengið sím­tal frá gríska for­sæt­is­ráðherr­an­um, Lucas Papa­demos, nokkr­um mín­út­um áður. „Hann sagði mér að þeir hefðu náð sam­komu­lagi og að það nyti stuðnings allra stóru flokk­anna,“ er haft eft­ir Drag­hi.

Þá komu þau skila­boð frá emb­ætt­is­manni hjá Evr­ópu­sam­band­inu að það væri samstaða um það á meðal lán­ar­drottna að fella niður grísk­ar skuld­ir. „Stærsta skuld­aniður­færsla sem fram hef­ur farið,“ er haft eft­ir emb­ætt­is­mann­in­um.

Hóp­ur lán­ar­drottna hitt­ist á fundi í Par­ís í dag til að ræða út­færsl­ur á þess­ari skuld­aniður­færslu, en hún mun spara Grikkj­um allt að 100 millj­arða evra, eft­ir því sem talsmaður hóps­ins greindi frá í dag.

Skuld­ir Grikk­lands eru nú um 350 millj­arðar evra sem er um 160% af vergri lands­fram­leiðslu. Hef­ur Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn kraf­ist þess að þessu hlut­falli verði náð niður í 120% fyr­ir árið 2020, eigi frek­ari aðstoð að fara fram.

Sam­komu­lagið fel­ur í sér að út­gef­in skulda­bréf að nafn­v­irði 200 millj­arðar evra verði niður­færð um helm­ing, en út­lit er þó fyr­ir að lán­ar­drottn­arn­ir geti tapað allt að 70% þar sem bú­ist er við að eft­ir­stöðvarn­ar fari á 30 ára skulda­bréf með lægri vöxt­um.

Þess­ar aðgerðir munu taka nokkr­ar vik­ur í fram­kvæmd, en áhyggj­ur eru af því að Grikk­land muni hafa til ráðstöf­un­ar 14,5 millj­arða evra til greiðslu á gjald­daga sem ráðgerður er 20. mars. Ná­ist það ekki gæti það haft víðtæk áhrif á evru­sam­starfið og þær aðgerðir sem þjóðirn­ar hafa verið að fara í að und­an­förnu til að koma þar á jafn­vægi.

Verk­föll boðuð á Grikklandi

Verka­lýðsfé­lög­in hafa boðað tveggja daga alls­herj­ar­verk­fall á morg­un og laug­ar­dag til að mót­mæla launa- og eft­ir­launa niður­skurðaraðgerðum stjórn­valda.

„Við höfn­um al­gjör­lega þess­um ramma sem sett­ur hef­ur verið og mun valda enn meiri skaða og gjaldþroti sam­fé­lags­ins og hag­kerf­is­ins,“ sagði einn verka­lýðsleiðtog­inn.

Sam­kvæmt frétt­um úr grísk­um fjöl­miðlum munu aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar fela í sér m.a. um 22% lækk­un lág­marks­launa, lækk­un launa og eft­ir­launa auk þess sem op­in­ber­um störf­um verður fækkað um 15.000 með til­heyr­andi upp­sögn­um.

Mik­il óánægja er með þessa ráðstöf­un þar sem at­vinnu­leysið mæl­ist nú þegar um 20,9% sem þýðir að um ein millj­ón manna geng­ur um at­vinnu­laus.

Efna­hags­ráðherr­ar evru­ríkj­anna samþykktu niður­skurðarpakk­ann á fundi sín­um síðdeg­is í dag, en til­lög­urn­ar verða lagðar fyr­ir gríska þingið á morg­un og greidd at­kvæði um þær á sunnu­dag.

Bú­ist er við því að rík­is­stjórn­in njóti stuðnings um 255 af 300 þing­mönn­um á gríska þing­inu, en málið er mjög stórt og mun án efa hafa sín áhrif í kosn­inga­bar­átt­unni fyr­ir kosn­ing­arn­ar sem ráðgerðar eru í apríl.

Hægri­leiðtog­inn Georgi­os Karatza­fer­is gagn­rýndi í dag þá pressu sem er á grísku rík­is­stjórn­ina um að vinna að enn meiri sárs­auka­full­um niður­skurði.

„Ég gerði í upp­hafi fund­ar mjög skýra grein fyr­ir þeirri af­stöðu minni að ég get ekki á ein­um klukku­tíma skrifað und­ir áætlan­ir sem munu hafa áhrif í þessu landi næstu 40-50 árin,“ er haft eft­ir Karatza­fer­is í dag.

Evruríkin hafa síðan í október reynt að ná samkomulagi um …
Evru­rík­in hafa síðan í októ­ber reynt að ná sam­komu­lagi um björg­un­ar­pakka Grikk­lands til að vinna að björg­un evr­unn­ar. REU­TERS
Samningamenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins koma af fundi með forsætisráðherra Grikklands í dag.
Samn­inga­menn Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins koma af fundi með for­sæt­is­ráðherra Grikk­lands í dag. REU­TERS
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert