Átök á götum Aþenu

Átök brutust út í dag í miðborg Aþenu, höfuðborg Grikklands, á milli mótmælenda og lögreglumanna. Mikil reiði ríkir í samfélaginu vegna ákvörðunar stjórnvalda að láta undan þrýstingi ráðherra í evruríkjunum og leggja blessun sína yfir frekari aðhaldsaðgerðir.

Mótmælendur köstuðu grjóti og bensínsprengjum í óeirðalögreglumenn sem svöruðu með því að beita táragasi. Í dag hófst tveggja sólarhringa verkfall í landinu.

Talið er að gríska þingið muni greiða atkvæði um frekari niðurskurð og aðgerðir nk. sunnudag. Ráðherrar í evruríkjunum segja að þingmennirnir verði að samþykkja aðhaldsaðgerðirnar svo Grikkir geti fengið 130 milljarða evra neyðarlán.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert