Grikkjum sett hörð skilyrði

Fánar Grikklands og Evrópusambandsins flökta á þaki fjármálaráðuneytisins við Akrópólis …
Fánar Grikklands og Evrópusambandsins flökta á þaki fjármálaráðuneytisins við Akrópólis í Aþenu. Reuters

Fjár­málaráðherr­ar evru­svæðis­ins hafa sett Grikkj­um ný og harðari skil­yrði fyr­ir því að fá greidd­an út 130 millj­arða evra björg­un­ar­pakka. Ráðherr­arn­ir funduðu fram á kvöld í gær. Grísk stétt­ar­fé­lög hafa boðað verk­föll í mót­mæla­skyni.

Formaður fund­ar­ins, Jean-Clau­de Juncker, for­sæt­is­ráðherra Lúx­em­borg­ar, sagði að gríska þingið þyrfti nú að samþykkja pakka með ákveðnum niður­skurðar- og hagræðing­araðgerðum. Til viðbót­ar þurfi að auka sparnað rík­iskass­ans um 325 millj­ón­ir evra árið 2012.

Juncker sagði einnig að Grikk­ir yrðu að gefa traust, póli­tískt lof­orð fyr­ir því að þeir muni halda áfram að vinna að hagræðingu eft­ir kosn­ing­ar í land­inu í apríl. Fjár­málaráðherr­ar evru­svæðis­ins munu funda aft­ur á miðviku­dag­inn í næstu viku og þarf gríska þingið að af­greiða og samþykkja skil­yrðin fyr­ir þann tíma, að sögn BBC.

Þá seg­ir Olli Rehn, sem fer með efna­hags­mál í stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins, að lönd evru­svæðis­ins „íhugi al­var­lega“ að stofna sér­stak­an, aðskil­inn reikn­ing fyr­ir Grikk­land sem haldi eft­ir hluta af tekj­um gríska rík­is­ins til að tryggja end­ur­greiðslu lán­anna. Frétta­rit­ari BBC í Brus­sel seg­ir að í ljósi þess að efna­hag­ur Grikk­lands er enn á niður­leið hafi marg­ir ráðherr­ar Evr­ópu áhyggj­ur af því að björg­un­ar­áætl­un­in dugi enn ekki til að koma land­inu á rétt­an kjöl.

Alls­herj­ar­verk­fall mun að óbreyttu hefjast í Grikklandi á föstu­dag­inn, að boðun grískra stétt­ar­fé­laga.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert