Viljandi að reyna að losna við Grikki

Reuters

„Það er aðeins ein leið til þess að túlka nýj­ar kröf­ur frá fjár­málaráðherr­um evru­svæðis­ins í gær­kvöldi fyr­ir því að samþykkja nýj­an 130 millj­arða evra björg­un­ar­pakka fyr­ir Grikk­land. Það er að þeir séu núna vilj­andi að reyna að koma Grikkj­um út af svæðinu,“ seg­ir Jeremy Warner, aðstoðarrit­stjóri breska dag­blaðsins Daily Tel­egraph, á vef blaðsins í dag og bæt­ir því við að öll láta­læti um sam­stöðu hafi nú verið lát­in lönd og leið.

Warner seg­ir auðvelt að gera sér í hug­ar­lund hvers vegna þol­in­mæði fjár­málaráðherr­anna sé á þrot­um. Grísk stjórn­völd hafi ít­rekað haldið áfram að gefa lof­orð um að grípa til efna­hagsaðgerða sem þeir hafi ekki getað staðið við. „Í dag eru lof­orð þeirra minna virði en nokk­urn tím­ann þar sem stuðning­ur við stjórn­mála­flokk­ana sem eru að gefa þau hef­ur hrunið.“

Hann seg­ir ljóst að eins og mál­in hafi þró­ast verði all­ir þeir flokk­ar sem mynda nú­ver­andi sam­steypu­stjórn Grikk­lands látn­ir taka pok­ann sinn í næstu þing­kosn­ing­um og í þeirra stað verði kosn­ir stjórn­mála­menn sem beiti fyr­ir sig lýðskrumi og eru óbundn­ir af því sem nú­ver­andi stjórn­ar­flokk­ar hafi samþykkt. Jafn­vel þó kröf­ur fjár­málaráðherra evru­ríkj­anna verði samþykkt­ar séu eng­ar lík­ur á að hægt verði að upp­fylla þær.

„Það sem meira er þá er eina rétta nálg­un­in að ýta Grikklandi út. Það eru núna eng­ar lík­ur á því að landið geti lifað af inn­an evru­svæðis­ins. Landið er að að hrynja efna­hags­lega og stjórn­mála­lega,“ seg­ir Warner. „Eng­inn með réttu ráði myndi fjár­festa á Grikklandi akkúrat núna vit­andi að landið gæti hvenær sem er yf­ir­gefið evr­una yfir nótt og þeir myndu þar með tapa tveim­ur þriðju af pen­ing­un­um sín­um.“

Warner seg­ir að efnaðir Grikk­ir líti málið sömu aug­um. Þeir séu all­ir að koma fjár­mun­um sín­um út úr Grikklandi eins hratt og þeir geti. Þeir séu meðal ann­ars að fjár­festa með þeim á breska hús­næðismarkaðinum. Þetta sé skamm­ar­legt en al­ger­lega rök­rétt viðbrögð í ljósi þess að gengi evr­unn­ar sé stór­kost­lega of­metið.

„Grikk­land hef­ur fáa aðra mögu­leika núna en að koma á gjald­eyr­is­höft­um og yf­ir­gefa evr­una. Því leng­ur sem landið bíður með það því verri verður staða þess,“ seg­ir Warner að lok­um.

Pist­ill Jeremys Warner

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert