Breskur hermaður féll

Frá Afganistan.
Frá Afganistan. Reuters

Breskur hermaður lést í skotárás í Helmand-héraði í suðurhluta Afganistans í dag þegar vígasveitir hliðhollar talibönum sátu fyrir herdeild hans.

Maðurinn tilheyrði konunglega breska flughernum.

Hersveitin var á ferð um héraðið í þeim tilgangi að stuðla að auknum samskiptum á milli breskra hersveita og heimamanna þegar árásin var gerð.

Samkvæmt upplýsingum frá breska varnarmálaráðuneytinu er búið að gera fjölskyldu mannsins viðvart.

Alls hafa 398 breskir hermenn látið lífið í Afganistan frá árinu 2001 en um 9.500 breskir hermenn eru enn í landinu. Þá er reiknað með að síðustu bresku hermennirnir yfirgefi Afganistan fyrir árslok 2015.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert