Skortur á menntuðum kennurum í ESB

Við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel.
Við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel. mbl.is/JPlogan

Ríki Evr­ópu­sam­bands­ins eru far­in að finna fyr­ir skorti á menntuðum kenn­ur­um í vax­andi mæli sam­kvæmt frétta­vefn­um Eu­obser­ver.com. Fram kem­ur að staðan í þeim efn­um fari stöðugt versn­andi og að fram­kvæmda­stjórn sam­bands­ins hafi séð ástæðu til þess að vekja sér­staka at­hygli á þess­um vanda.

Í nýrri skýrslu á veg­um fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar sem gef­in var út síðastliðinn föstu­dag kem­ur meðal ann­ars fram að 40% þýskra 15 ára nem­enda hafi ekki menntaðan raun­greina­kenn­ara og að um 30% hol­lenskra nem­enda á sama aldri hafi hvorki menntaðan kenn­ara í vís­ind­um né í stærðfræði. Þá seg­ir í skýrsl­unni að 40% 15 ára nem­enda í frönsku­mæl­andi hluta Belg­íu séu ekki með menntaða stærðfræðikenn­ara.

Fram kem­ur að vanda­málið bygg­ist ekki síst á hækk­andi meðal­aldri kenn­ara en yfir 30% kenn­ara í Þýskalandi, Bretlandi, Hollandi, Belg­íu og á Ítal­íu sé að kom­ast á eft­ir­launa­ald­ur. Þá er nær helm­ing­ur grunn­skóla­kenn­ara í Þýskalandi, Svíþjóð og á Ítal­íu yfir fimm­tugt. Fáir vinna leng­ur en sex­tugt. Á sama tíma hafa sí­fellt færri út­skrifaðir nem­end­ur úr há­skóla áhuga á að leggja fyr­ir sig kenn­ara­störf þrátt fyr­ir að laun í geir­an­um hafi hækkað. Þetta á sér­stak­lega við um Portúgal, Ung­verja­land og Belg­íu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert