Ekki í boði að stækka björgunarpakkann

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. Reuters

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í gær að meiri fjárhagsaðstoð við Grikkland en þegar hefði verið samið um í gegnum Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn kæmi ekki til greina. Fréttavefurinn Euobserver.com segir frá þessu í dag.

Merkel sagði að samþykkt gríska þingsins síðastliðinn sunnudag á nýjum björgunarpakka fyrir Grikkland upp á 130 milljarða evra væri mikilvæg en bætti því við að ekki væri í boði að gera breytingar á þeim pakka.

Komið hefur fram í fjölmiðlum að fjármagnsþörf Grikkja hafi verið vanmetin þegar björgunarpakkinn var settur saman og að þá kunni að vanhaga um u.þ.b. 15 milljarða evra til viðbótar við þá 130 milljarða sem pakkinn hljóðar upp á.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka