Klám í stað strumpa

Strumparnir
Strumparnir

Það varð uppi fótur og fit í barnaafmæli í Utah-ríki í Bandaríkjunum þegar faðir afmælisbarnsins setti í gang kvikmynd, sem átti að vera um ævintýri strumpanna, en þess í stað birtist klámmynd á skjánum.

Kemur þetta fram á fréttavef La Crosse Tribune.

Maðurinn brást skjótt við og slökkti á myndinni ásamt því að hringja í lögregluna og tilkynna henni um málið. Þá hafði maðurinn leigt myndina í góðri trú í sérstökum sjálfsala, sem finna má víða erlendis, og spilað hana í fartölvu sinni fyrir afmælisgesti.

Lögreglan hóf þegar rannsókn málsins og komst m.a. að því að ekki hefði verið átt við mynddiskinn sem leigður var. Þess í stað virðist maðurinn óvart hafa kveikt á klámmynd sem hann hafði vistað í fartölvu sinni með fyrrgreindum afleiðingum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu mun málið ekki draga neinn dilk á eftir sér þótt ljóst sé að maðurinn muni þurfa að útskýra myndefnið fyrir foreldrum barnanna.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert