Flugstjórinn dó

Flugstjóri flugvélar Czech Airlines sem var á leið frá Varsjá í Póllandi til Prag í Tékklandi lést í dag. 46 farþegar voru um borð en þá sakaði ekki því að aðstoðarflugmaðurinn lenti vélinni.

Flugstjórinn var 55 ára gamall. Talsmaður flugfélagsins sagði að flugstjórinn hefði veikst um borð. Kallað hefði verið á lækni strax við lendingu, en honum hefði ekki tekist að bjarga lífi flugmannsins. Flugstjórinn hafði starfað í 20 ár hjá félaginu.

Flugvélin lenti heilu og höldnu í Prag og engin hætta skapaðist fyrir farþega vélarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert