Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út til þess að hjálpa íbúum á þeim svæðum Rúmeníu sem hafa orðið verst úti í kuldatíðinni að undanförnu. Kuldinn hefur þegar leitt til dauða hundruða manna í Evrópu.
Stjórnvöld í Rúmeníu segja að um 6 þúsund manns í 21 þorpi séu einangruð vegna ófærðar. Þeir sem hafi í einhver hús að venda reyni allt til þess að reyna að halda á sér hita.