Írönsk herskip á Miðjarðarhafi

Írönsk herskip á siglingu.
Írönsk herskip á siglingu. Reuters

Tvö írönsk herskip eru komin inn á Miðjarðarhaf eftir að hafa siglt í gegnum Suez-skurð með samþykki stjórnvalda í Egyptalandi. Talið er að skipin ætli að sigla upp að stöndum Sýrlands.

Ísraelsmenn fylgjast vel með ferð skipanna. Í ísraelska blaðinu Haaretz segir að talsmaður Suez-skurðarins hafi staðfest að skipin hafi siglt í gegnum skurðinn og að það hafi þau gert með samþykki stjórnvalda í Egyptalandi.

Stjórnvöld í Íran og Sýrlandi gerðu í febrúar á síðasta ári með sér samning um samstarf í hernaðarmálum. Tvö írönsk herskip sigldu á síðasta ári að stöndum Sýrlands. Ísraelsmenn töldu þá að siglingin væri ógnun við þeirra öryggi.

Sigling skipana á sér stað á sama tíma og bandaríska flugmóðurskipið USS Abraham Lincoln sigldi í gegn um Hormuz-sund á Persaflóa. Íranar hafa mótmælt siglingu skipsins og hóta að loka sundinu, en um það fara 20% af allri olíu sem framleidd er í heiminum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert