Kókaínsmygl færist til Evrópu

Tvö tonn af kókaíni sem lögreglan í Kosta Ríka lagði …
Tvö tonn af kókaíni sem lögreglan í Kosta Ríka lagði hald á. Reuters

Bandarísk yfirvöld hafa að undanförnu aukið eftirlit með kókaínsmygli til landsins frá Rómönsku Ameríku sem þýðir að mun meira er flutt af kókaíni til Evrópu með nýjum smyglleiðum.

Samkvæmt upplýsingum frá bandarísku fíkniefnalögreglunni leita nú fíkniefnasalar nýrra leiða við að koma vöru sinni á markað. Bæði í Suður-Ameríku, svo sem í Brasilíu og Argentínu, og Evrópu. 

Er kókaínið flutt frá Rómönsku Ameríku um Norður-Afríku og þaðan er það flutt yfir Atlantshafið til Evrópu. Eins er Búlgaría að verða ein helsta miðstöð kókaínsmygls til Evrópu. Hefur bandaríska fíkniefnaeftirlitið (DEA) ákveðið að setja á laggirnar skrifstofu í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu, í apríl.

Hingað til hefur Búlgaría verið helsta miðstöð fíkniefnasmygls frá Mið-Austurlöndum um Balkanskaga en lítið hefur verið um kókaínsmygl um Búlgaríu þar til nú.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert