Mikil mótmæli í Sýrlandi

Óeirðir halda áfram í Sýrlandi, bæði í höfuðborginni og víðar.
Óeirðir halda áfram í Sýrlandi, bæði í höfuðborginni og víðar. Reuter

Þúsundir mótmælenda streymdu út á götur í dag í borgum og þorpum Sýrlands, þar á meðal í höfuðborginni Damaskus, og kröfðust þess að stjórn Bashars al-Assads forseta færi frá völdum.

Mótmælendurnir stigu út úr moskum eftir bænastund í kjölfar þess að aðgerðarsinnar höfðu boðað „nýtt skref til uppreisnar“ á veraldarvefnum.

Á myndböndum sem birtust á youtube sáust mótmælendur kalla „Farið burt! Farið burt!“.

„Við viljum hefnd gagnvart Bashar og Maher [innsk. bróður forsetans].“

Í höfuðborginni lét einn almennur borgari lífið og 12 særðust, þar af einn alvarlega, þegar skotið var á hóp fólks í Mazze-hverfinu í Damaskus. Uppreisnarmenn sögðu jafnframt að mótmælin væru meðal þeirra víðtækustu síðan ólgan hófst í landinu í marsmánuði árið 2011.

„Þetta er í fyrsta skipti sem mótmælin berast alla leið um alla borg en eru ekki bara bundin við tiltekið svæði í borginni,“ hafði fréttastofa AFP eftir einum skipuleggjenda mótmælanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert