Rannsókn á þjófnaði úr minjasafni um Ólympíuleikana í Grikklandi beinist m.a. því að finna skýringu á því hvers vegna tveir verðir sem störfuðu við safnið voru ekki í vinnunni. Þjófunum tókst að stela 65 verðmætum listmunum. Menningarmálaráðherra Grikklands hefur sagt af sér vegna málsins.
Þjófnaðurinn átti sér stað snemma morguns við vaktaskipti. Þjófarnir yfirbuguðu eina öryggisvörðinn sem var á vakt, en þrír verðir hefðu átt að vera við vinnu þennan morgun. Munirnir hafa ekki fundist.
Um 2.000 starfsmönnum sem starfa undir gríska menningarmálaráðuneytinu hefur verið sagt upp störfum á síðustu misserum. Ástæðan er mikill halli á rekstri ríkissjóðs. Margir af þeim sem misst hafa vinnuna voru öryggisverðir.