Gauck verður forseti Þýskalands

Joachim Gauck, mannréttindafrömuður frá Austur-Þýskalandi, verður forseti Þýskalands. Þetta tilkynnti Angela Merkel, kanslari Þýskalands, í kvöld. Í frétt AFP kemur fram að stjórn Merkel hefði komist að samkomulagi um að tilnefna Gauck í embættið. Hann er 72 ára gamall. Gauck er fyrrverandi prestur og afhjúpaði glæpi austurþýsku öryggislögreglunnar,  Stasi, þegar hann var yfirmaður stofnunar sem hefur umsjón með skjalasafni Stasi. Hann var forsetaefni stjórnarandstöðunnar árið 2010 en sagðist sjálfur óháður. Stjórnarandstaðan styður því tilnefningu stjórnar Merkel.

Christian Wulff sagði af sér forsetaembætti á föstudag vegna hneykslismáls.

Angela Merkel brosir til Joachims Gaucks á fundi þar sem …
Angela Merkel brosir til Joachims Gaucks á fundi þar sem kynnt var að hann yrði forseti landsins. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert