Gera áætlun um að Grikkir yfirgefi evruna

Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands.
Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands. AP

Þýsk stjórnvöld hafa búið til áætlun um hvernig Grikkland getur yfirgefið evruna. Skuldir Grikklands halda áfram að aukast og innan Evrópusambandsins á sér stað umræða um að ekki sé víst að sú skuldaniðurfelling og lánafyrirgreiðsla sem unnið hefur verið að dugi Grikkjum.

Í breska blaðinu Telegraph segir að fjármálaráðherra Þýskalands þrýsti nú á um að Grikkir lýsi sig gjaldþrota. Fjármálaráðherrar ESB hittast á fundi á morgun til að ræða skuldamál Grikklands og um stöðu viðræðna um skuldaniðurfellingu.

Skilyrði fyrir lánafyrirgreiðslunni hafa valdið miklum mótmælum í Grikklandi og niðurskurðurinn er svo mikill að Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, efast um að nokkur ríkisstjórn geti hrundið honum í framkvæmd.

Telegraph hefur eftir ónafngreindum embættismanni að jafnvel þó að Grikkjum takist að standa við loforð sín sé alls óvíst að takist að lækka skuldir niður í 120% af landsframleiðslu árið 2020 eins og stefnt væri að.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka