Rassskelltur vegna facebookfærslu

Ráðlegt er að gæta orða sinna á Facebook.
Ráðlegt er að gæta orða sinna á Facebook. Ernir Eyjólfsson

Dómstóll í Simbabve hefur dæmt 17 ára pilt til hýðingar eftir að hann setti mynd af konu á facebooksíðu sína og skrifaði þar texta þess efnis að hún væri vændiskona. Pilturinn var fundinn sekur um móðgun og verður hýddur tvisvar með priki.

Pilturinn, sem búsettur er í bænum Chiredzi í suðausturhluta landsins, viðurkenndi að hafa tekið mynd af konunni án vitneskju hennar og hafa síðan sett hana inn á Facebook og skrifað að hún væri ein af þorpshórunum.

Konan uppgötvaði verknað piltsins fljótlega og gerði lögreglu viðvart sem handtók piltinn. Hýðing er nokkuð algeng refsing í Simbabve en er reyndar aðeins notuð þegar ungmenni eiga í hlut.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert