7.636 látnir í Sýrlandi

Fjölmörg ríki hafa fordæmt dráp á tveimur vestrænum fréttamönnum í borginni Homs í Sýrlandi í dag. Talið er að 7.636  hafi týnt lífi í átökunum í Sýrlandi frá því mótmæli brutust út í landinu í mars í fyrra. Þar af 5.542 almennir borgarar.

Catherine Ashton, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, fordæmdi nú í kvöld drápið á fréttamanni Sunday Times, Marie Colvin, og ljósmyndaranum Remi Ochlik í Homs sem og öðrum fórnarlömbum árása á almenna borgara í Homs. Alls létust 26 í árásinni í dag.

Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, segir að drápið á fréttamönnunum sýni að stjórnin verði að fara frá völdum í Sýrlandi. 

Einn blaðamanna franska dagblaðsins Le Figaro, Edith Bouvier, særðist í árásinni sem var gerð á húsnæði þar sem fréttamenn komu saman og ljósmyndari Sunday Times, Paul Conroy, særðist einnig í árásinni.

Franski sjónvarpsfréttamaðurinn Gilles Jacquier var drepinn í Homs í síðasta mánuði þegar skotið var á blaðamenn sem fylgdust með mótmælum í borginni.

Frá Homs
Frá Homs AP
AP
mbl.is
Remi Ochlik
Remi Ochlik AP
Marie Colvin.
Marie Colvin. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert