Breivik á marga pennavini

Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik
Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik Reuters

Norski fjölda­morðing­inn And­ers Behring Brei­vik stend­ur í um­fangs­mikl­um bréfa­skrift­um við fjölda manna úr fanga­klefa sín­um. Hon­um er mikið í mun að stefnu­yf­ir­lýs­ing hans, hið svo­kallaða mani­festo, nái til sem flestra.

Að sögn eins lög­manna hans, Vi­beke Hein Bæra, fær hann fjölda bréfa í fang­elsið og hann er upp­tek­inn af því að skrifa til þeirra sem hann tel­ur vera skoðana­systkin sín.

„Ég veit ekki til þess að nokk­ur hafi lýst yfir ánægju með það sem hann gerði, en marg­ir aðhyll­ast sömu hug­mynda­fræði og hann,“ sagði Bæra í sam­tali við norska rík­is­sjón­varpið, NRK.

„Hann hugs­ar mikið um það að hvaða leyti hug­mynd­ir hans hafa náð fót­festu í sam­fé­lag­inu,“ sagði Bæra.

Brei­vik und­ir­býr sig nú fyr­ir kom­andi rétt­ar­höld og mun ekki hafa óskað eft­ir að taka á móti heim­sókn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert