Málverkasafn Hitlers fundið

Eva Braun og Adolf Hitler árið 1941. Hitler heldur í …
Eva Braun og Adolf Hitler árið 1941. Hitler heldur í hundinn Blondi. Hann safnaði jafnframt listaverkum og var áhugalistmálari sjálfur.

Málverkasafn, sem talið er að hafi verið í eigu Adolfs Hitlers, fannst nýlega í geymslu í klaustri í smábænum Doskany í Tékklandi. Tékkneski sagnfræðingurinn Jiri Kuchar fann málverkin að nýju. Þetta kemur fram á vef The Daily Telegraph.

Eitt stærri málverkanna ber titilinn Minningar frá Stalíngrad og þar sjást þýskir hermenn leita skjóls í skotgröf á meðan styrjöld geisar allt í kringum þá. Talið er að listaverkið hafi verið í miklu uppáhaldi hjá Hitler þrátt fyrir útreiðina sem herafli hans hlaut í Stalíngrad.

Þegar endir stríðsins nálgaðist fyrirskipaði Hitler að málverkin, sem hann hafði ýmist keypt eða tekið traustataki, skyldu falin í munkaklaustri. Bandarískir hermenn náðu hins vegar málverkunum og fóru með þau í miðstöð óskilamuna. Þar týndust málverkin og ekki er vitað hvernig þau enduðu í nunnuklaustrinu í Tékklandi.

Í yfirlýsingu frá klaustrinu kom fram að ekki hefði verið vitað hvaðan málverkin hefðu komið og jafnframt að klaustrið ætlaði sér að halda málverkunum. Sagnfræðingar telja að málverkin hafi fremur sagnfræðilegt gildi en listrænt en gæti þó vafalaust selst á um 1,7 milljónir punda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert