Vilja ekki bann við brottkasti

mbl.is/Helgi Bjarnason

Liðsmenn umhverfis- og dreifbýlisnefndar á breska þinginu vilja að sjómönnum verði heimilt að stunda brottkast a.m.k. til ársins 2020, þ.e. leyft að fleygja aftur í hafið smáfiski til þess að aflinn verði ekki dreginn frá veiðikvóta.

Fram kemur í Guardianað þingmenn segi brýnt að bann sé sett í samráði við sjómenn, auk þess þurfi frekari rannsóknir á því hve mikið af fiski sem fleygt er drepist.

Formaður nefndarinnar segir brottkastið vissulega mikið vandamál en bann sem ekki sé hægt að framfylgja valdi enn meiri skaða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert