Liðsmenn umhverfis- og dreifbýlisnefndar á breska þinginu vilja að sjómönnum verði heimilt að stunda brottkast a.m.k. til ársins 2020, þ.e. leyft að fleygja aftur í hafið smáfiski til þess að aflinn verði ekki dreginn frá veiðikvóta.
Fram kemur í Guardianað þingmenn segi brýnt að bann sé sett í samráði við sjómenn, auk þess þurfi frekari rannsóknir á því hve mikið af fiski sem fleygt er drepist.
Formaður nefndarinnar segir brottkastið vissulega mikið vandamál en bann sem ekki sé hægt að framfylgja valdi enn meiri skaða.