Íran hótar tortímingu Ísraels

Deilan milli vesturveldanna og Írans er komin í hnút og þarf lítið til að upp úr sjóði. Hernaðarmálaráðherra Írans, Ahmad Vahidi, hefur nú hótað tortímingu Ísraels geri Ísraelsmenn árás á Íran t.d. í þeim tilgangi að sprengja upp kjarnorkutilraunastöðvar Írana.

Binjamin Netanjahu, forsætisráðherra Ísraels, telur að ummæli Ahmad Vahidi séu staðfesting á því að Íran sé að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Slíkt ógni tilvist Ísraels enda hafa ráðamenn í Íran oft hótað að eyða Ísrael út af kortinu.

Meðal Ísraelsmanna fjölgar þeim sem telja réttmætt að gera árrás á kjarnorkutilraunastöðvar Írans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert