Fórnarlömb 9/11 í landfyllingu

One World Trade Center í New York, en þar verður …
One World Trade Center í New York, en þar verður meðal annars safn um harmleikinn 11. september 2001. AP

Líkamsleifum fólks, sem lést í árásunum á Bandaríkin 11. september 2001, var varpað í landfyllingu í Virginíuríki. Frá þessu var sagt í skýrslu sem kom út í dag og hefur þetta vakið mikla reiði aðstandenda hinna látnu.

Um er að ræða lík fólks sem lést í árásinni á Pentagon og í flugvélinni sem var rænt og nauðlent í Shanksville í Pennsylvaníu.

Ekki er ljóst um hversu marga var að ræða eða í hvaða ástandi líkin voru.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert