Bostonbúar bragða á Íslandi

Hátíðin A Taste of Iceland verður haldin í Boston í …
Hátíðin A Taste of Iceland verður haldin í Boston í byrjun mars.

Bost­on­bú­ar fá inn­sýn í ís­lenska menn­ingu og mat­ar­gerð á næstu dög­um en á morg­un hefst fjög­urra daga hátíð und­ir yf­ir­skrift­inni „A Taste of Ice­land“, eða bragð af Íslandi.

Þetta er í þriðja skiptið sem hátíðin verður hald­in og þar verður mat­ar­gerð gert hátt und­ir höfði, en auk þess munu ís­lensk­ir tón­list­ar­menn leika af fingr­um fram með banda­rísk­um koll­eg­um sín­um.

Verðlauna­kokk­ur­inn Há­kon Már Örvars­son verður gesta­kokk­ur á veit­ingastaðnum Ea­stern Stand­ard Kitchen & Drinks, en hann hef­ur búið til ís­lensk­an mat­seðil ásamt mat­reiðslu­meist­ara staðar­ins, þar sem ís­lenskt hrá­efni verður í önd­vegi.

Tón­listar­fólkið Lay Low. Mug­i­son, Sól­ey Stef­áns­dótt­ir og Pét­ur Ben halda tón­leika á klúbbn­um Para­dise Rock Club ásamt heima­mönn­um

Þá verður ís­lensk kvik­mynda­hátíð hald­in í borg­inni og Íslands­hátíð verður hald­in á skauta­svelli.

Dag­skrá Íslands­hátíðar­inn­ar í Bost­on

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert