Jean-Claude Juncker, sem fer fyrir fjármálaráðherrum evruríkjanna, segist í samtali við þýska tímaritið Die Welt vera hlynntur því að sérstökum embættismanni á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins verði falið að stýra efnahagsmálum Grikklands og endurskipuleggja þau.
Juncker tekur þar með undir sjónarmið sem komið hafa fram hjá þýskum stjórnmálamönnum sama efnis. Sagði hann ennfremur að það væri ljóst að efnahagslíf Grikkja væri „engan veginn sambærilegt við okkar“.