Meirihluti Þjóðverja trúir á sanna ást sem geti enst ævina samkvæmt nýrri skoðanakönnun en samkvæmt henni á það við um 2/3 þeirra. Könnunin náði til 1.800 manns en af þeim eru 72% í samböndum en 28% einhleypir. Fréttavefurinn Thelocal.de segir frá þessu.
Nær allir þeir sem eru í samböndum sögðust trúa á eilífa ást en 56% hinna einhleypu töldu það ímyndun. Þá sögðust 70% þeirra sem eru einhleypir vera sáttir við þá stöðu sína eða að hún skipti þá litlu máli.
Ennfremur sögðust 9% vera óhamingjusöm í núverandi samböndum og 16% viðurkenndu að þau væru ekki viss um að þau yrðu alla ævi með þeim sem þau væru í sambandi með.