Ekki grænt ljós á stækkun Schengen

Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur.
Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur. Reuters

Ekki er búist við að gefið verði grænt ljós á fundi leiðtogaráðs Evrópusambandsins í dag á að Búlgaría og Rúmenía fái aðild að Schengen-samstarfinu og landsmæralausa Evrópu. Þetta kom fram hjá Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, fyrir fundinn en Danir fara nú með forsætið innan sambandsins.

Fram kemur á fréttavefnum Euobserver.com að búist sé engu að síður við löngum umræðum á fundinum um Schengen-samstarfið og fyrirhugaða aðild Búlgara og Rúmena sem hafa uppfyllt öll tæknileg skilyrði aðildar.

Ísland hefur verið aðili að Schengen-samstarfinu í rúman áratug en það gengur í stuttu máli út á það að fella niður hefðbundið landmæraeftirlit á milli aðildarríkjanna en styrkja þess í stað eftirlitið á ytri landamærum svæðisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert