Van Rompuy situr áfram

Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins.
Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Reuters

Herm­an Van Rompuy var í dag end­ur­kjör­inn í embætti for­seta leiðtogaráðs Evr­ópu­sam­bands­ins og mun hann því gegna því starfi næstu 30 mánuðina. Að auki var hann út­nefnd­ur yf­ir­maður evru­svæðis­ins. Eng­in önn­ur fram­boð voru til embætt­anna.

„Ég tek við þess­ari til­nefn­ingu með gleði. Það eru for­rétt­indi að fá að þjóna Evr­ópu á svo  mikl­um ör­laga­tím­um,“ skrifaði Van Rompuy á Twitter-síðu sinni.

Van Rompuy er 64 ára og er fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Belg­íu. Í upp­hafi embætt­is­fer­ils síns hjá ESB var hann ým­ist upp­nefnd­ur „ósýni­legi for­set­inn“ eða „Herra Eng­inn“, en hann þótti frem­ur fram­takslít­ill. Síðan þá hef­ur hróður hans vaxið jafnt og þétt og hann þykir hafa staðið sig með ágæt­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert