Breskar og ítalskar grafir vanvirtar

Myndband þar sem vopnaðir menn sjást vanvirða grafir breskra og ítalskra hermanna sem féllu í Líbíu í síðari heimsstyrjöldinni hefur farið víða um netið. Myndbandið, sem sjá má hér að ofan, var upphaflega sett á samskiptasíðu á netinu en það var tekið af áhugamanni samkvæmt frétt Reuters-fréttaveitunnar.

Fram kemur í fréttinni að talið sé að mennirnir séu bókstafstrúaðir múslímar en þeir sjást meðal annars nota sleggju til þess að brjóta niður steinkross við grafreitinn. Í bakgrunninum heyrist talað um að þetta séu grafir kristinna og að þeir séu hundar. Myndbandið hefur vakið reiði margra samkvæmt fréttinni, bæði í Líbíu og Evrópu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert