Eins og þrælahald og fóstureyðingar

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Kristinn Ingvarsson

Breski kardínálinn Keith O'Brien fordæmir hjónaband samkynhneigðra og segir það afbrigðilegt og líkir því við þrælahald og fóstureyðingar.

Segir O'Brien að ríki sem lögleiði hjónabönd samkynhneigðra ættu að skammast sín að ganga gegn lögmálum náttúrunnar og ættu ekki að líta aðgerðir sínar sem framþróun.

Hann segir að hjónabönd samkynhneigðra muni leiða til „hnignunar samfélagsins“ og aukins siðleysis. Þetta sagði hann allt saman í viðtali við BBC Radio 4 sem var tekið í kjölfar greinar sem kardínálinn ritaði í sunnudagsútgáfu The Telegraph.

Lesa frétt The Telegraph um málið hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert