Yrði hryllingur að yfirgefa evruna

Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. reuters

Það hefði hrylli­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir grísku þjóðina ef landið gæfi evr­una upp á bát­inn, sagði Jose Manu­el Barroso, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands við aust­ur­ríska dag­blaðið Die Presse.

„Fyr­ir grísku þjóðina yrði það hryll­ing­ur. Við vit­um hvað kom fyr­ir fólk í Suður-Am­er­íku þegar þjóðirn­ar þar fóru á haus­inn,“ sagði hann.

Það hefði einnig slæm­ar af­leiðing­ar fyr­ir önn­ur evru­ríki, „það myndi fram­kalla dom­ino-áhrif,“ bætti hann við.

„Og það hefði einnig þau áhrif að þörf væri á meiri aðstoð til annarra evru­ríkja,“ sagði Barroso.

„Gjaldþrot (Grikk­lands) myndi bara eitra and­rúms­loftið hjá fjár­fest­um. Og þá yrði hvorki vöxt­ur, né efna­hags­leg­ur hvati,“ sagði Barroso sem var í tveggja daga ferð til Vín­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka