Yrði hryllingur að yfirgefa evruna

Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. reuters

Það hefði hryllilegar afleiðingar fyrir grísku þjóðina ef landið gæfi evruna upp á bátinn, sagði Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambands við austurríska dagblaðið Die Presse.

„Fyrir grísku þjóðina yrði það hryllingur. Við vitum hvað kom fyrir fólk í Suður-Ameríku þegar þjóðirnar þar fóru á hausinn,“ sagði hann.

Það hefði einnig slæmar afleiðingar fyrir önnur evruríki, „það myndi framkalla domino-áhrif,“ bætti hann við.

„Og það hefði einnig þau áhrif að þörf væri á meiri aðstoð til annarra evruríkja,“ sagði Barroso.

„Gjaldþrot (Grikklands) myndi bara eitra andrúmsloftið hjá fjárfestum. Og þá yrði hvorki vöxtur, né efnahagslegur hvati,“ sagði Barroso sem var í tveggja daga ferð til Vínar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert