Bandaríska alríkislögreglan, FBI, býður nú eina milljón dali fyrir upplýsingar sem leitt geta til þess að fyrrum alríkislögreglumaðurinn Bob Levinson finnist en hann hvarf fyrir fimm árum síðan á ferð sinni um Íran.
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti stjórnvöld í Íran til þess að aðstoða við leitina að Levinson. „Bandarísk stjórnvöld eru staðráðin í því að koma Levinson aftur heim óhultum og við munum halda áfram leit okkar,“ sagði Clinton í ávarpi og minnti Íran á fyrri loforð um aðstoð.
Levinson flaug til Íran þann 8. marsmánuð 2007 til að rannsaka hugsanlegt svikamál tengdu framleiðslu á fölsuðum vindlingum. Hann er talinn hafa horfið daginn eftir.
Bandarísk stjórnvöld telja hann í haldi vígamanna í suðausturhluta Asíu, mögulega í Afganistan, Íran eða Pakistan. Er því áhersla lögð á leit í þessum ríkjum.